Bíó: Ondt i Røven

Ondt i Røven er dönsk gamanþáttaröð sem fjallar um Tessu sem ákveður að söðla um og flytja til Kaupmannahafnar. Hún er leið á að búa út á landi þar sem aldrei gerist neitt spennandi og ákveður að flytja til höfuðborgarinnar þar sem hún ætlar að upplifa hinseginleikann í allri sinni dýrð – og helst finna ástina í leiðinni. Hún uppgötvar þó fljótt að það er hægara sagt en gert að ætla finna sjálfa sig, ástina og sigra lífið allt á einu bretti. Sérstaklega þegar maður þekkir hinseginleikann ekki alveg nógu vel og endar oftar en ekki á að segja eitthvað alveg kolvitlaust!

Í Ondt i Røven fylgjumst við með Tessu takast á við (og stundum sigra) hversdagsleikann sem ung kona sem er aðeins að finna útúr hlutunum. Tessa lærir meðal annars hvernig maður kemur fram við fólk af ólíkum uppruna, hvar mörkin liggja hjá vinkonu hennar sem er trans og hvernig hún getur bæði verið hluti af nýja hinsegin vinahópnum en líka haldið í æskuvinkonurnar utan af landi. Og hver veit – kannski finnur hún ástina líka?

Ondt i Røven hafa hlotið einróma lof í Danmörku og verið tilnefndir til Danish Rainbow Awards. Þáttunum hefur verið hrósað sérstakleg fyrir fjölbreytni og þá einkum í leikaravali. Með leikurum, leikstjóra og þáttahöfundum sem allir eru hinsegin, tekst að gefa raunsæja mynd af hinsegin lífi í Kaupmannahöfn sem er bæði bráðfyndin og angurvær í senn.

Ondt i Røven eru sex 10 mínútna þættir (samtals 60 mínútur) á dönsku með enskum texta.