Býr ritsnillingur í þér?

Árlega gefa Hinsegin dagar út sérstakt hátíðarrit sem gefið er út í þúsundum eintaka en markmið þess er m.a. að kynna dagskrá hátíðarinnar auk þess að fjalla um málefni tengd hinsegin samfélagi og menningu í formi greina, viðtala og fleira. Auglýst er eftir einstaklingum í ritstjórn tímaritsins en ritstjórnin annast m.a. efnistök þess, greinaskrif, viðtöl og fleira í samráði við stjórn hátíðarinnar.

Vinna við tímarit Hinsegin daga er í þann mund að hefjast en áætlað er að blaðið fari í prentun um miðjan júní. Meginstörf ritstjórnar fara því fram frá apríl fram að umbroti og yfirlestri í byrjun júnímánaðar. Um er að ræða verkefni sem t.d. er hægt er að sinna meðfram vinnu eða skóla.

Helstu verkefni:

 • Mótun efnistaka og ritstjórnarstefnu í samræmi við þema og samráði við stjórn hátíðarinnar
 • Heimildaöflun og hugmyndavinna
 • Skrif greina og viðtala
 • Samskipti við viðmælendur, grafískan hönnuð og aðra sem að blaðinu koma

Hæfniskröfur:

 • Menntun eða reynsla á sviði blaðamennsku eða ritlistar er æskileg en ekki skilyrði
 • Áhugi á menningu og mannlífi
 • Skapandi og lausnamiðuð hugsun
 • Framúrskarandi samskiptahæfni
 • Geta til að vinna undir álagi
 • Góð íslensku- og enskukunnátta
 • Þekking á hátíðahöldum Hinsegin daga, hinsegin samfélagi og menningu er kostur

Ritstjórnarfulltrúar eru sjálfboðaliðar, líkt og aðrir sem koma að skipulagningu og framkvæmd Hinsegin daga. Stjórn hátíðarinnar leitast þó við að greiða lykilsjálfboðaliðum útlagðan kostnað eins og hægt er hverju sinni.

Nánari upplýsingar veita Gunnlaugur Bragi, formaður Hinsegin daga, á netfanginu gunnlaugur@hinsegindagar.is og Karen Ósk, gjaldkeri Hinsegin daga, á netfanginu karen@hinsegindagar.is.

Umsóknir sendist til stjórnar Hinsegin daga á netfangið pride@hinsegindagar.is merktar (subject) “Umsókn – Ritstjórn Hinsegin daga”. Umsóknarfrestur er til og með 20. aprí.