Ert þú skapandi leiðtogi?

Listrænir stjórnendur geta eftir aðstæðum verið 1-3 og annast þeir hönnun og leikstjórn opnunarhátíðar Hinsegin daga auk annarra verkefna.

Opnunarhátíð Hinsegin daga er einn stærstu viðburða hátíðarinnar. Opnunarhátíðin fer fram fimmtudagskvöldið 9. ágúst 2018 en æskilegt er að undirbúningur hennar sé kominn á fullt um miðjan maí. Um er að ræða verkefni sem hægt er að sinna samhliða vinnu eða námi.

Helstu verkefni:

 • Þróun þema opnunarhátíðar í samræmi við þema Hinsegin daga hverju sinni
 • Val staðsetningar í samráði við stjórn hátíðarinnar
 • Dagskrárgerð, þ.m.t. val á listamönnum og atriðum, lengd og niðurröðun atriða, dagskrárflæði, hönnun sviðs- og leikmyndar og fleira
 • Samskipti við tæknifólk, listamenn og aðra sem koma fram á hátíðinni
 • Gerð kostnaðaráætlunar og greininga í samræmi við fjárhagsáætlun hátíðarinnar
 • Önnur verkefni í samráði við stjórn Hinsegin daga

Hæfniskröfur:

 • Menntun eða reynsla af listrænni stjórnun, leikstjórn eða sviðslitum er æskileg
 • Skapandi og lausnamiðuð hugsun
 • Framúrskarandi samskiptahæfni
 • Geta til að vinna undir álagi
 • Góð íslensku- og enskukunnátta
 • Æskilegt er að umsækjendur hafi einhverja þekkingu á hátíðahöldum Hinsegin daga, hinsegin samfélagi og menningu

Listrænir stjórnendur eru sjálfboðaliðar, líkt og aðrir sem koma að skipulagningu og framkvæmd Hinsegin daga. Stjórn hátíðarinnar leitast þó við að greiða lykilsjálfboðaliðum útlagðan kostnað eins og hægt er hverju sinni.

Nánari upplýsingar veita Gunnlaugur Bragi, formaður Hinsegin daga, á netfanginu gunnlaugur@hinsegindagar.is og Vilhjálmur Ingi, viðburðastjóri opnunarhátíðar, á netfanginu villi@hinsegindagar.is.

Umsóknir sendist til stjórnar Hinsegin daga á netfangið pride@hinsegindagar.is merktar (subject) “Umsókn – Listrænn stjórnandi Hinsegin daga”. Umsóknarfrestur er til og með 20. aprí.