Hinsegin og atvinnulífið

Hinsegin dagar, í samstarfi við Nasdaq á Íslandi, halda námskeið um hinsegin fólk og atvinnulífið. Þetta er annað árið í röð sem Nasdaq fær jafnréttisviðurkenningu Human Rights Campaign Foundation (Corporate Equality Index) fyrir að stuðla að jafnrétti allra á vinnustöðum, óháð kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu eða kyneinkennum. Richard Taylor, framkvæmdastjóri hjá Nasdaq, fjallar um hvað fyrirtæki geta gert til að tryggja öryggi og vellíðan allra á vinnustað, hvort sem í hlut á hinsegin fólk eða aðrir minnihlutahópar í samfélaginu. Fulltrúar íslenskra stjórnvalda og atvinnulífsins taka einnig þátt í viðburðinum.

„Í tilefni af samstarfi Nasdaq við Hinsegin daga heldur Richard Taylor, VP of Employee Experience hjá Nasdaq opið klukkustundarlangt vefnámskeið þar sem hann veitir hagnýt ráð um hvernig koma megi á og hlúa að fjölbreytnimenningu innan fyrirtækja sem verndar og styður allt starfsfólk óháð kyni, kynvitund, kynhneigð, kynþætti, þjóðerni eða aðstöðumun af einhverjum toga. Námskeiðið hentar stjórnendum fyrirtækja en einnig öllum öðrum áhugasömum um málefnið.“

Frítt inn, viðburðurinn fer fram á ensku og íslensku.

Um vefnámskeið er að ræða. Smelltu hér fyrir hlekk á námskeiðið.