Hinsegin söguganga – Sögur um sýnileika

Stutt gönguferð um miðborgina þar sem sögu hinsegin fólks á Íslandi er haldið í heiðri. Þema göngunnar í ár er sýnileiki. Sýnileiki hinsegin fólks er mikilvægur þáttur í réttindabaráttunni og sagðar verða sögur af stórum og smáum skrefum sem hafa leitt til aukins sýnileika hinsegin fólks í samfélaginu.

Gangan tekur um klukkustund og endar við Listasafn Reykjavíkur þar sem opnunarhátíð Hinsegin daga hefst kl. 19:00.

Frítt inn, viðburðurinn fer fram á íslensku