Ljóðasamkeppni á Hinsegin dögum

Áttu örsögur í skúffunni sem þrá að verða sýnilegar? Núna er rétti tíminn til að opna sig því Hinsegin dagar efna til ljóðasamkeppni í samstarfi við Sirkústjaldið, vefrit um listir og menningu. Hinsegin skáld, jafnt óreynd sem reynsluboltar, eru hvött til að senda inn ljóð eða örsögur og taka þannig þátt í að efla og auka við hina blómlegu menningu okkar.

Þátttakendur sendi texta í tölvupósti á netfangið sirkustjaldid@gmail.com fyrir 8. ágúst.

Dómnefndin skipuð þremur einstaklingum (Viðari Eggertssyni fyrir hönd Hinsegin daga, Vigdísi Grímsdóttur rithöfundi og Sólveigu Ástu Sigurðardóttur bókmenntafræðingi fyrir hönd Sirkústjaldsins) fær textana nafnlausa í hendurnar og henni eru ekki veittar upplýsingar um höfunda fyrr en þrjú verðlaunaverk hafa verið valin.

Úrslit verða tilkynnt á Hýrum húslestrum á Hinsegin dögum föstudaginn 11. ágúst þar sem verðlaunatextarnir verða enn fremur fluttir.

Vinningsverkin verða birt á Sirkústjaldinu.