Opið kall // Samstarfsnefnd Hinsegin daga

Stjórn Hinsegin daga auglýsir eftir áhugasömum þátttakendum í Samstarfsnefnd Hinsegin daga. Samstarfsnefndin samanstendur af sex ráðum sem munu taka þátt í skipulagningu og framkvæmd Hinsegin daga í ágúst 2023. Ráðin og verksvið þeirra eru útlistuð í eftirfarandi skipuriti og jafnframt hvaða stjórnarmeðlimur hefur forystu með hverju ráði fyrir sig:

Með því að taka þátt í Samstarfsnefndinni færð þú að hafa áhrif á hátíð ársins og leggja þannig hinsegin samfélaginu lið, en jafnframt auka hæfni þína í verkefnastjórnun og viðfangsefnum hvers ráðs. Þá mun hátíðin leggja áherslu á að skapa liðsheild í hópnum, svo þarna eignastu gott tengslanet hinsegin félaga. Ekki hika við að skrá áhuga þinn í formið hér að neðan ef þú hefur áhuga á að taka þátt í Samstarfsnefndinni. Athugið að stjórn velur úr umsóknum og möguleiki er á að færri komist að en vilja. Frekari sjálfboðaliðahlutverk verða svo auglýst þegar nær.

Sækja um í ráð