Á þessu merka ári í sögu hinsegin fólks verður Paradísarskúrinn haldinn til heiðurs helstu dansklúbbum síðustu aldar þar sem hinsegin fólk var við stjórnvöllinn. Þetta eru staðir eins og Paradise Garage og The Loft í New York sem voru mikilvægir samkomustaðir LGBT+ fólks á áttunda og níunda áratugnum en þar varð gjörbylting á hvernig tónlist var gerð og spiluð, til dæmis með tilkomu 12″ smáskífunnar. Þessir staðir eru í dag taldir upphafsstaðir nútíma danstónlistarmenningar.
Paradísarskúrinn verður haldinn í fallegu rými á efstu hæð Loft Hostel þar sem nokkrir af okkar bestu diskóplötusnúðum koma fram og spila tónlist frá þessum tíma. Frábær upphitun fyrir frekari ævintýri næturinnar!
Paradísarskúrinn er fjáröflunarviðburður og allur ágóði rennur beint til Hinsegin daga.