Skráning hafin í Gleðigönguna

Skráning er nú hafin í Gleðigönguna og eru formlegir og óformlegir hópar hinsegin fólks og velunnara þeirra hvött til að skrá þátttöku sína. Skráningarfresti lýkur 1. ágúst 2022.

Gleðigöngupotturinn jafnar tækifærin

Jafnframt hefur verið opnað fyrir umsóknir í Gleðigöngupottinn, sem er samstarfsverkefni Hinsegin daga og Landsbankans. Potturinn veitir hópum styrki fyrir þátttöku í Gleðigöngunni til að jafna tækifæri og auka svip göngunnar. Umsóknarfrestur er 3. júlí 2022.

Einstaklingum einnig velkomið að skrá sig

Nú geta einstaklingar einnig skráð sig í gönguna, séu þau ekki hluti af stærri hópi. Einstaklingar geta skráð sig sem sjálfboðaliða, sem er skipuleggjendum algerlega ómetanlegt, sem fánabera, eða sem hluti af sérstöku hópatriði göngunnar; fjölbreyttum hópi einstaklinga sem gengur saman.

– SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FARA Á SKRÁNINGARSÍÐU