Taktu þátt í gleðigöngunni

Það eru ýmsar leiðir til að taka þátt í gleðigöngu Hinsegin daga:

Hópar og önnur skráð atriði

Best er að skrá hópa og önnur atriði til þátttöku í gleðigöngunum. Atriði í göngunni geta verið skipulögð af einstaklingum eða hópum en skilyrði er að öll atriði miðli skýrum skilaboðum sem varða hinsegin fólk á einn eða annan hátt. Athugið að óheimilt er að auglýsa fyrirtæki eða þjónustu í göngunni án leyfis frá stjórn Hinsegin daga. Vinsamlega lesið upplýsingar til þátttakenda og öryggisreglur gleðigöngunnar áður en hópur er skráður til þátttöku.

Hópar

Skrá atriði í Gleðigönguna

Einstaklingar

Ef þú ert ekki hluti af hóp eða annars konar atriði hefur þú þrjá möguleika til að taka þátt í gleðigöngunni:

1. Sjálfboðaliðar

Til að gera gleðigönguna að veruleika vantar okkur tugi sjálfboðaliða á hverju ári. Með því að aðstoða við að tryggja flæði göngunnar og öryggi vegfarenda leggur þú þitt af mörkum en færð um leið óviðjafnanlegt tækifæri til að fylgjast með göngunni úr návígi. Þú getur skráð þig í gegnum sjálfboðaliðaformið okkar og tekið sérstaklega fram að þú hafir áhuga á að vinna við framkvæmd gleðigöngunnar.

Skrá mig sem sjálfboðaliða

2. Einstaklingar

Við aðstoðum einstaklinga sem ekki tengjast hinsegin félögum eða öðrum hópum í göngunum við að mynda eigin hóp til að ganga saman.

Skrá einstkaling í Gleðigönguna

3. Fánaberar

Viltu vera hluti af fánaborg eða leggja þitt af mörkum við að bera Gilbertinn, 10 metra fánalengju sem saumuð var af sjálfum Gilbert Baker?

Skrá mig sem fánabera