Taktu þátt í gleðigöngunni

Það eru ýmsar leiðir til að taka þátt í Gleðigöngu Hinsegin daga. Best er að skrá hópa og önnur atriði til þátttöku í Gleðigöngunum. Atriði í göngunni geta verið skipulögð af einstaklingum eða hópum en skilyrði er að öll atriði miðli skýrum skilaboðum sem varða hinsegin fólk á einn eða annan hátt. Athugið að óheimilt er að auglýsa fyrirtæki eða þjónustu í göngunni án leyfis frá stjórn Hinsegin daga.

– Smelltu hér til að lesa mikilvægar upplýsingar fyrir þátttakendur í Gleðigöngunni

Skráðu hópinn þinn

SKRÁNING HÓPA

Hópar geta verið formlegir eða óformlegir hópar hinsegin fólks eða velunnara þeirra.

GÖNGUPOTTURINN

Hópar geta fengið styrk til að útbúa atriði í göngunni. Göngupotturinn er styrktur af Landsbankanum.

ÖRYGGI OG UPPLÝSINGAR

Vinsamlega lesið upplýsingar til þátttakenda og öryggisreglur áður en hópur er skráður til þátttöku.

Taktu þátt sem einstaklingur

Ef þú ert ekki hluti af hóp eða annars konar atriði hefur þú þrjá möguleika til að taka þátt í Gleðigöngunni með formlegum hætti:

SJÁLFBOÐALIÐAR

Tugir sjálfboðaliða gera Gleðigönguna að veruleika og fá um leið óviðjafnanlegt sjónarhorn á gönguna!

FÁNABERAR

Viltu vera hluti af fánaborg eða bera Gilbertinn, 10 metra fána sem sjálfur Gilbert Baker saumaði?

EINSTAKLINGAR

Við aðstoðum einstaklinga sem ekki tengjast öðrum gönguhópum við að mynda eigin hóp.