Á hverju ári bjóða ótal hópar, einstaklingar, stofnanir og jafnvel fyrirtæki upp á viðburði sem tengjast Hinsegin dögum á einhvern hátt. Við viljum gjarnan ná utan um allt sem er í gangi og gera upplýsingarnar aðgengilegar á vefnum okkar. Í þeim tilgangi bjóðum við upp á birtingu Off-venue/Unofficial viðburða hér á vefnum, svo fremi sem viðburðurinn sé viðeigandi fyrir tilefnið og tengist hinsegin samfélagi og menningu á einhvern hátt.
Athugið: Ekki er hægt að tryggja að skráningar sem berast eftir 1. ágúst verði birtar í tæka tíð.
Skrá viðburð / Register an off-venue event
Hinsegin dagar áskilja sér rétt til að synja birtingu viðburða sem ekki uppfylla kröfur félagsins um tengingu við hinsegin samfélag og baráttu.