Uppáhalds lög Hinsegin kórsins

Hinsegin kórinn heldur tónleika Í Fríkirkjunni í Reykjavík þar sem strengjakvartettinn Lýra mun leika nýjar útsetningar með kórnum. Á tónleikunum mun Hinsegin kórinn flytja fjölbreytt lög, sem öll eiga það sameiginlegt að vera eftirlætislög kórmeðlima.

Stjórnandi Hinsegin kórsins er Helga Margrét Marzellíusardóttir og píanóleikari er Halldór Smárason.