Ráðstefna 2024

A blonde woman in a green sweater sits in a crowd of people. She has red sunglasses on her head and a red lipstick.

Regnbogaráðstefna Hinsegin daga 2024

Fimmtudaginn 8. ágúst // IÐNÓ

Regnbogaráðstefna Hinsegin daga er nú haldin í þriðja sinn og er að vanda sneisafull af áhugaverðum fyrirlestrum, pallborðum og málstofum þar sem við sköpum saman vettvang fyrir umræðu um hinseginleikann frá ýmsum sjónarhornum. Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis og húsnæðið aðgengilegt hreyfihömluðum.

Húsið opnar 9:00 og ráðstefnan hefst 9:30.

Salur 1 // Hátíðarsalur á 1. hæð

Smelltu á dagskrárlið til að lesa meira.

9:30 // SETNING RÁÐSTEFNUNNAR

Setning Regnbogaráðstefnu Hinsegin daga

Kári Garðarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ’78, setur ráðstefnuna. Fundarstjórar eru Alexandra Briem og Bjartmar Þórðarson.

UPPLÝSINGAR

SETNING

ÍSLENSKA

9:45 // BLEIKÞVOTTUR Í PÓLITÍSKUM TILGANGI

Bleikþvottur í pólitískum tilgangi

Á þessum viðburði verður rætt um bleikþvott í pólítískum tilgangi og helstu birtingarmyndir hans. Sem dæmi má nefna utanríkisstefnu Ísraelsríkis sem hefur lengi státað sig af því að koma vel fram við hinsegin fólk þó svo að raunin sé önnur, eins og t.d. í umræðum um yfirstandandi þjóðarmorð þeirra á fólki í Palestínu.

UPPLÝSINGAR

PALLBORÐ

ENSKA

Í pallborði eru:

  • Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir stýrir umræðum
11:00 // PRIDES IN THE NORTH

Prides in the North

Arctic Pride frá Tromsö í Noregi heimsækir Hinsegin daga í Reykjavík. Lars Kaupang, framkvæmdastjóri Arctic Pride, ætlar að kynna starf sitt, hvernig þau vinna í Norður-Noregi og einnig hvernig skotárásin í Ósló árið 2022 hefur haft áhrif á starf tengt hinsegin viðburðum. Eftir kynninguna mun Lars fá Helgu Haraldsdóttur, formann Hinsegin daga, til liðs við sig í samtali um hvernig það er að stjórna hinsegin hátíð á norðurslóðum.

UPPLÝSINGAR

FYRIRLESTUR

ENSKA

Í pallborði eru:

  • Lars Kaupang, framkvæmdastjóri Arctic Pride
  • Helga Haraldsdóttir, formaður Hinsegin daga
12:45 // HINSEGIN SVIÐSLISTIR – LISTAMANNASPJALL

Hinsegin sviðslistir

Bjarni Snæbjörnsson leikari og Gréta Kristín Ómarsdóttir leikstjóri eru höfundar sýningarinnar Góðan daginn, faggi sem sýnd var í tvö ár í Þjóðleikhúsinu og um allt land. Bjarni gaf einnig nýverið út bókina Mennsku þar sem Gréta var önnur af tveimur ritstjórum.

Í þessu listamannaspjalli segja þau frá tilurð listaverkanna sem og lærdómnum sem fólst í gerð þeirra. Þau fara yfir hugmyndir sínar hvað varðar inngildingu og fjölbreytileika í menningarframleiðslu og hvernig listin getur verið mikilvægt vogarafl til að minnka fordóma með því að auka sýnileika og segja ólíkar sögur. Góður tími verður svo gefinn fyrir spurningar úr sal.

Hægt verður að kaupa áritað eintak af bókinni Mennsku.

Athugið að hljóðupptaka verður gerð á viðburðinum sem verður notuð í hlaðvarpinu Mennsku.

UPPLÝSINGAR

SPJALL

ÍSLENSKA

Frummælendur eru:

  • Bjarni Snæbjörnsson
  • Gréta Kristín Ómarsdóttir
14:00 // ERTU PREP EÐA POZ? OG HVAÐ MEÐ ALLT HITT?

Ertu PrEP eða Poz? Og hvað með allt hitt?

Hvað eru hommar og tví- og pankynhneigðir og aðrir hinsegin karlar og kvár, trans fólk, og karlar sem stunda kynlíf með körlum (MSM) að gera í kynlífi? Hvernig getum við bætt kynheilbrigði? Get ég notað PrEP? En hvað ef ég er með HIV? Hvernig er þjónustan þá? Hvað með aukningu í tilfellum sárasóttar og lekanda? Hvað með klamydíuna? Og þetta HPV? Get ég fengið vörn við því? Við leitum svara við þessum og fleiri spurningum og fáum til okkar nokkra góða gesti til að segja örstutt frá stöðu mála og ræða við fundargesti. Öll velkomin.

UPPLÝSINGAR

MÁLSTOFA

ÍSLENSKA

Frummælendur eru:

  • Anna Tómasdóttir (hún/she), hjúkrunarfræðingur á göngudeild smitsjúkdóma A3 á Landspítalanum í Fossvogi
  • Auður Gunnarsdóttir, sérnámslæknir á göngudeild húð- og kynsjúkdóma
  • Einar Þór Jónsson (hann/he), framkvæmdastjóri HIV-Ísland
  • Sigurður Ýmir (hann/he), hjúkrunarfræðingur og ráðgjafi hjá Samtökunum ´78
  • Hilmar Hildar Magnúsar (hann/he), hommi og hinsegin aktívisti og fyrrum formaður Samtakanna ´78 stýrir umræðum

Salur 2 // Sunnusalur á 2. hæð

Smelltu á dagskrárlið til að lesa meira.

9:45 // HINSEGIN 101

Hinsegin 101

Ræðum um ólíka hópa undir hinsegin regnhlífinni.

Förum yfir ólíka kyntjáningu, kyneinkenni, kynhneigðir og kynvitund og stuttlega um tungumálið.

UPPLÝSINGAR

FYRIRLESTUR

ÍSLENSKA

Fyrirlesari:

  • Edda Sigurðardóttir, fræðslustýra Samtakanna ’78
11:00 // BDSM: LEIÐ TIL NÁNDAR

BDSM: Leið til nándar

Hvað er BDSM? Hvernig get ég notað BDSM til nándar? Er BDSM fyrir mig?
Fulltrúar BDSM á Íslandi leitast við að svara þessum spurningum og fleirum með fræðsluerindi í Iðnó.
Hér er tilvalið tækifæri til að kynna sér BDSM í afslöppuðu umhverfi og fagna fjölbreytileika hinsegin daga.

UPPLÝSINGAR

FYRIRLESTUR

ÍSLENSKA

Í pallborði eru:

  • Margrét Nilsdóttir formaður BDSM,
  • Katrín Íris Sigurðardóttir varaformaður BDSM,
  • Jarred Stancil, stjórnarmeðlimur,
  • Kenzie Fincher, varafulltrúi
12:45 // BANGSAR 101

Bangsar 101

Bangsasamfélagið hefur verið til í langan tíma. Lengst af höfum við þó ekki verið voðalega sýnilegir. Staðalímyndir um líkamsútlit hafa um árabil gert það að verkum að bangsasamfélagið hefur valið að láta lítið fyrir sér fara. En fyrir vikið er margt fólk sem veit ekki alveg hver við erum eða til hvers við erum. Hvað er bangsi? Þarftu að líta eitthvað ákveðið út til að passa inn í bangsasamfélagið? Fíla bangsar bara aðra bangsa? Við viljum koma þessum málum á hreint.

Formaður Bangsafélagsins mun flytja smá kynningu um hvaðan Bangsanafnið kom, hvernig það rataði til íslands, hvað bangsasamfélagið er, hvað líkamsímynd þýðir fyrir okkur og allt hitt sem saman gerir samfélagið okkar.

Eftirá munu meðlimir í stjórn sem og aðrir meðlimir í bangsasamfélaginu vera til staðar til að taka þátt í opnu samtali og svara spurningum sem við vonum að leiði til dýpri skilnings og samþykkis á meiri fjölbreytileika í öllum stærðum og gerðum.

UPPLÝSINGAR

KYNNING

ENSKA

Frummælendur eru:

  • Sigurður J Guðmundsson, formaður Bangsafélagsins,
  • Meðlimir í stjórn Bangsafélagsins og aðrir meðlimir Bangsasamfélagsins.
14:00 // LET’S MAKE: „LOVE NOT WAR“

Let’s make: „Love not war

Let’s Make Love, Not War er umræðurviðburður um pinkwashing, yfirstandandi stríð í Miðausturlöndum, leiðir til friðar og mikilvægi jafnra tækifæra til friðar um allan heim. Við hvetjum öll til að taka þátt í samræðum um að efla ást, jafnrétti og sjálfbæran frið í alþjóðlegu samfélagi okkar.

UPPLÝSINGAR

MÁLSTOFA

ENSKA

Frummælendur eru:

  • Alex Benjamin Jørgensen, blaðamaður af líbönskum uppruna og verkefnastjóri hjá Osló Pride