Það er orðin hefð að mála regnboga í Reykjavík til að opna Hinsegin daga en í tengslum við síðustu fimm hátíðir hefur regnboginn prýtt fjóra fallega staðið í miðborg Reykjavíkur:
- 2015: Skólavörðustígur
- 2016: Tröppur Menntaskólans í Reykjavík
- 2017: Við Ráðhús Reykjavíkur
- 2018: Skólavörðustígur
Að þessu sinni verður regnboginn á Klapparstíg frá Laugavegi upp að Grettisgötu.
Götumálunin er unnin í samstarfi við Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar og er hluti af verkefninu Torg í biðstöðu í miðborg Reykjavíkur. Sjálfboðaliðar sem vilja taka þátt eru hvattir til að mæta með eigin pensla.