Hinsegin sögum safnað í aldarfjórðung
Löng hefð hefur skapast fyrir því að í Tímariti Hinsegin daga birtist greinar og viðtöl um hinsegin málefni og menningu. Ritið er þannig eitt af fáum prentuðum málgögnum hinsegin samfélagsins á Íslandi og eitt helsta ritið sem fjallað hefur um hinsegin sögu og menningu hér á landi.
Tímarit ársins 2024
Tímarit ársins 2024 gerir hinsegin sögu og menningu í nútíð og fortíð góð skil, með fróðlegu, fjölbreyttu og skemmtilegu efni. Ritstjórn var í höndum Bjarndísar Helgu Tómasdóttur, Sveinn Snær Kristjánsson sá um umbrot og Alda Lilja teiknaði forsíðu og myndlýsingar.
„Munum að við sem einstaklingar — og hinsegin samfélagið í heild — styrkjumst þegar við þorum að leita, læra og vaxa. Við þurfum ekki öll að vera sérfræðingar, en við skulum vita hverjir sérfræðingarnir eru og vera óhrædd við að leita til þeirra.“
– Úr tímariti Hinsegin daga 2024