Dagskrá

Hinsegin dagar verða haldnir í Reykjavík dagana 8.-13. ágúst 2017

Stjórn Hinsegin daga vinnur nú að gerð dagskrár hátíðarinnar árið 2017. Dagskráin verður birt hér þegar nær dregur. Það sem við vitum nú þegar um dagskrá ársins er meðal annars þetta:

  • Hinsegin dagar 2017 fara fram dagana 8.-13. ágúst.
  • Dagskrá hátíðarinnar hefst í hádeginu þriðjudaginn 8. ágúst.
  • Á dagskrá hátíðarinnar verða kvikmyndir, umræður, fræðslufundir, tónlist, dansleikir og margt, margt fleira!
  • Opnunarhátíð Hinsegin daga fer fram fimmtudagskvöldið 10. ágúst – þar verður öllu tjaldað til.
  • Laugardaginn 12. ágúst fyllir Gleðiganga Hinsegin daga miðborg Reykjavíkur af lífi þegar gangan fer frá BSÍ að Arnarhóli þar sem slegið verður upp stórhátíð á sviði.
  • Að kvöldi 12. ágúst mun hinsegin fólk og vinir skemmta sér á hinu eina sanna PRIDE BALLI þar sem dansinn mun duna fram á bleika nótt.

Til að stytta þér biðina getur þú rifjað upp dagskrá Hinsegin daga 2016.

Það finna allir eitthvað við sitt hæfi á
HINSEGIN DÖGUM 2017!

 

MR-stigi