Tímarit Hinsegin daga 2020

Viðtöl, greinar og fleira!

Sjá tímarit 2020 á pdf-formi hér.

Tímarit Hinsegin daga er gefið út fyrir hverja hátíð og inniheldur dagskrá hátíðarinnar en auk þess viðtöl, myndir og margt fleira. Ár hvert fer ritið í dreifingu um það bil mánuði fyrir hátíðina á suður- og suðvesturhorni landins en ritið er auk þess aðgengilegt hér á vefsíðu hátíðarinnar.

Löng hefð hefur skapast fyrir því að í Tímariti Hinsegin daga birtist greinar og viðtöl um hinsegin málefni og menningu. Ritið er þannig eitt af fáum prentuðum málgögnum hinsegin samfélagsins á Íslandi og eitt helsta ritið sem fjallað hefur um hinsegin sögu og menningu hér á landi.

Hinsegin dagar í Reykjavík eru allt í senn baráttuhátíð fyrir réttindum hinsegin fólks, gleðihátíð sem fagnar fjölbreytileika mannlífsins og menningarhátíð sem hugar að ýmsum kimum hinsegin menningar – og „hinsegin“ hliðum menningar almennt. Hátíðarrit Hinsegin daga þjónar einmitt þessum tilgangi, auk þess að kynna dagskrá ársins.

Hvar get ég nálgast Tímarit Hinsegin daga?

Tímarit Hinsegin daga 2020 var prentað í þúsundum eintaka og dreift vítt og breitt um landið.

Á höfuðborgarsvæðinu verður hægt að nálgast blaðið á öllum dreifingarstöðum Birtíngs.

Auk þess má finna tímaritið í útibúum Landsbanka Íslands á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.

Um tímarit Hinsegin daga 2020

Útgefandi: Hinsegin dagar í Reykjavík / Reykjavik Pride, Suðurgata 3 – 101 Reykjavík
Útgáfuár: Júlí 2020

Ritstjórar: Bjarndís Helga Tómasdóttir og Elísabet Thoroddsen.

Ábyrgðaraðili: Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, formaður Hinsegin daga.

Textar: Bjarndís Helga Tómasdóttir, Dagur B. Eggertsson, Daníel E. Arnarsson, Derek T. Allen, Elísabet Thoroddsen, Guðjón Ragnar Jónasson, Guðni Th. Jóhannesson, Guttormur Þorsteinsson, Harpa Kristjana Steinþórsdóttir, Helga Baldvins Bjargardóttir, Hildur Heimisdóttir, Katrín Oddsdóttir, Lilja Ósk Magnúsdóttir, Ragnhildur Sverrisdóttir, Saga Ómars, Salka Snæbrá Hrannarsdóttir, Stefán Örn Andersen, Tótla I. Sæmundsdóttir, Unnsteinn Jóhannsson, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, Vera Illugadóttir, Viima Lampinen, Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, Þórhildur Elínardóttir.

Hönnun á kápu og baksíðu: Sigtýr Ægir Kárason.

Prófarkalestur: Ásta Kristín Benediktsdóttir.

Prófarkalestur á ensku: Alba Hough, Debbie Stevens, Tanya Churchmuch.

Þýðingar: Melkorka Edda Sigurgrímsdóttir

Auglýsingar: Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson og Ragnar Veigar Guðmundsson.

Ljósmyndir: Guðmundur Davíð Terrazas, Heiðrún Fivelstad, Hefna Þórarinsdóttir, Juliette Rowland, Martyna Karolina Daniel, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Pressphotos/Geirix, Geir Ragnarsson, Grace Chu.

Krossgáta: Ásdís Bergþórsdóttir

Myndasaga: Einar V. Másson og Jono Duffy.

Merki Hinsegin daga: Aðalbjörg Þórðardóttir.

Hönnun tímarits: Guðmundur Davíð Terrazas.

Prentvinnsla: Oddi.

Fólkið á bakvið Hinsegin daga: Fjölmargir leggja hönd á plóg til að gera hátíð Hinsegin daga að veruleika á hverju ári.

Stjórn Hinsegin daga í Reykjavík skipa þau Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson formaður, Ragnar Veigar Guðmundsson gjaldkeri, Ragnhildur Sverrisdóttir ritari og meðstjórnendurnir Ásgeir Helgi Magnússon, Helga Haraldsdóttir, Lilja Ósk Magnúsdóttir og Elísabet Thoroddsen. Við hlið þeirra starfar öflug samstarfsnefnd að verkefnum ársins auk gríðarstórs hóps sjálfboðaliða sem vinnur ómetanlegt starf meðan á hátíðinni stendur.