Viðtöl og greinar
-
Mannréttindi og nýja stjórnarskráin
Kæru vinir, Kannski hefur ekkert orð haft meiri áhrif á réttindabaráttu hinsegin fólks en orðið mannréttindi. Í sinni berstrípuðustu mynd þýðir þetta hugtak ákveðin réttindi sem manneskja hefur, bara á grundvelli þess eins að vera manneskja. Í gegnum söguna hefur það löngum liðist að draga úr mennsku hinsegin fólks. Við erum gerð að „hinum“, þeim […]
-
Í minningu Guðrúnar Ögmundsdóttur
Guðrún Ögmundsdóttir, sem lést síðastliðinn gamlársdag, var þekktust fyrir að vera baráttukona fyrir mannréttindum í störfum sínum sem félagsráðgjafi, þingkona og borgarfulltrúi auk þess sem hún vann fyrir fjölmörg mannréttindasamtök eins og UNICEF og Alnæmissamtökin (HIV-Ísland). Hennar helstu málaflokkar voru kvenréttindabarátta og réttindi barna og fatlaðra en þar að auki barðist hún fyrir hinsegin réttindum […]
-
Hvers vegna göngum við 2040?
Höfundur: Ragnhildur Sverrisdóttir Ég var orðin fertug þegar Gleðigangan hlykkjaðist í fyrsta sinn niður Laugaveginn. Reyndar var ég hvergi nærri, því ég bjó í útlöndum. En ég hef gengið flestar Gleðigöngur undanfarin 20 ár og með hverju árinu hefur gangan orðið fjölbreyttari og skemmtilegri. Hún hefur hins vegar aldrei verið fölskvalaus gleði fyrir alla, til […]
-
Gilbert & George fagna lífinu
Höfundur: Elísabet Thoroddsen Listamannatvíeykið Gilbert og George stunduðu nám í skúlptúrdeild í listaháskólanum St. Martins í London og hafa í meira en hálfa öld búið og starfað saman sem eitt skapandi afl. Um þessar mundir er verið að undirbúa opnun á sýningu þeirra, Gilbert & George: The Great Exhibiton í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Sýningin verður […]
-
Tíminn breytist og mennirnir með
Höfundur: Guðjón Ragnar Jónasson Tuttugu ár virðast sem heil eilífð og í hugum yngra fólks eru Hinsegin dagar jafn sjálfsagðir og sautjándi júní. Hátíðina bar jafnan upp á sama dag og Fiskidaginn mikla á Dalvík. Í upphafi höfðu fjölmiðlar mun meiri áhuga á svarfdælskri fiskisúpu en hátíð hinsegin fólks. Þegar á leið varð hér breyting […]
-
Ástir miðaldra kvenna
Höfundur: Bjarndís Helga Tómasdóttir Það er trúlega ekki verk fyrir mjög stjórnsamt fólk að taka viðtal við þær Hildi Heimisdóttur og Ragnhildi Sverrisdóttur en þær eru hluti af hljómsveitinni Ukulellur sem stofnuð var árið 2018. Þær kunna svo sannarlega að segja frá og það er vel skiljanlegt af hverju þær eru, eins og þær segja […]
-
Lífshættuleg mannréttindabarátta hinsegin fólks í Egyptalandi
Höfundur: Vera Illugadóttir „Það er enginn munur á skeggjuðum trúarofstækismanni, sem vill drepa mann vegna þess að hann trúir því að hann sé öðrum æðri í augum guðs síns, og eigi þess vegna að drepa alla sem eru öðruvísi en hann — og sléttrökuðum, vel klæddum manni með nýjan síma og flottan bíl sem trúir […]
-
Hlaðvarpshorn Unnsteins
Unnsteinn Jóhannsson er mörgum kunnur en hann hefur verið virkur í hinsegin samfélaginu í áraraðir og komið þar víða við. Unnsteinn er nú varaformaður Samtakanna ’78 og þegar hann er ekki að pakka inn múmínbollum fyrir viðskiptavini Epal er hann ýmist úti í göngutúr með hundinn eða á róló með dóttur sinni og eiginmanni. Unnsteinn […]
-
Ekki láta regnbogafánana plata þig
Við fögnum ekki fjölbreytileikanum eins mikið og við höldum Höfundur: Derek T. Allen Hommar á þessu ískalda landi hafa barist fyrir réttindum sínum í mjög mörg ár. Þeir hafa barist fyrir réttindum til að giftast, þeir berjast fyrir réttindum til að gefa blóð og þeir hafa jafnvel barist fyrir því að vera kallaðir hommar fremur […]
-
Aðeins helmingsréttindum náð
Höfundur: Daníel E. Arnarsson 46% misréttiILGA-Europe, regnhlífarsamtök hinsegin fólks í Evrópu og Mið-Asíu, gefur út Regnbogakort í maí ár hvert. Regnbogakortið greinir lagaleg réttindi hinsegin fólks í öllum ríkjum Evrópu og Mið-Asíu. Á sama tíma og kortið er góður samanburður á ríkjum álfunnar er það einnig mikilvæg heimild fyrir okkur sem vinnum í hagsmunabaráttu í […]
-
Hinsegin félagsmiðstöð
Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ’78 og Tjarnarinnar er fyrir hinsegin ungmenni á aldrinum 13–17 ára. Félagsmiðstöðin hefur verið starfrækt í núverandi mynd frá árinu 2016 þegar Hrefna Þórarinsdóttir var ráðin forstöðukona hennar. Fram að því hafði hópurinn verið ungliðahreyfing Samtakanna ’78 og alltaf tóku nokkrir fullorðnir sjálfboðaliðar að sér að halda utan um hópinn. Í dag […]
-
„Ljósið“ er lag Hinsegin daga
Elín Eyþórsdóttir, betur þekkt sem Elín Ey, er höfundur og flytjandi lags Hinsegin daga árið 2020. Hún hefur komið fram víðs vegar um heim, bæði ein með gítarinn og með hljómsveit sinni, Sísí Ey. Þórhildur Elínardóttir hitti listakonuna á Café Rosenberg á dögunum og ræddi lagið og sköpunarferli þess. Nafn: Elín Ey Fornöfn: Hún Aldur: […]
-
Hinsegin barátta fyrir frelsi allra
Höfundur: Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Þann 25. maí 2020 var George Flynn myrtur af lögreglumanni í Minneapolis í Bandaríkjunum. Morðið leiddi af sér óeirðir sem vöktu öldur úti um allan heim — meðal annars á Íslandi. Friðsamleg mótmæli breyttust fljótt í alvarleg átök í Bandaríkjunum, þar sem yfirvöld skipuðu lögreglu að beita valdi gegn mótmælendum […]
-
Kveðja forseta Íslands í tilefni af 20 ára afmæli Gleðigöngunnar
Ég trúi á frelsi fólks. Ég trúi á frelsi fólks til að njóta virðingar og réttinda til jafns við alla aðra. Ég trúi á tjáningarfrelsi og trúfrelsi og það frelsi sem er öllu dýrmætara, frelsið að mega draga andann. En ég trúi líka á ástfrelsi. Ég trúi á það frelsi sem felst í því að […]
-
Kveðja borgarstjóra: Gleðjumst saman á Hinsegin dögum
Frá því að Hinsegin dagar voru fyrst haldnir í Reykjavík árið 1999 hefur hátíðin fyllt borgina af lífi, lit og gleði ásamt því að minna okkur á réttindabaráttu hinsegin fólks. Hinsegin dagar hafa gegnt stóru hlutverki í réttinda- og hagsmunabaráttu í landinu – ekki bara hinsegin fólks heldur hefur hátíðin verið öðrum hópum mikilvæg fyrirmynd. […]
-
Velkomin á Hinsegin daga 2020
Eitt meginmarkmið Hinsegin daga var og er að standa að Gleðigöngunni, göngu fagnaðar, sýnileika og baráttu. Í ár fögnum við tuttugu ára afmæli göngunnar og þeim skrefum sem tekin hafa verið í átt að bættum réttindum hinsegin fólks á Íslandi. Hverju einasta skrefi ber að fagna, hverju einasta skrefi fylgir stolt. Bak við hvert skref […]
-
Fjöldasamkomubann og Hinsegin dagar
Allar líkur eru á að fjöldasamkomubann muni koma í veg fyrir að stærsta borgarhátíðin, Hinsegin dagar, fari fram með hefðbundnu sniði í ágúst, eða a.m.k. að ekkert verði af sjálfri Gleðigöngunni laugardaginn 8. ágúst. Auðvitað eru það mikil vonbrigði, en stjórn Hinsegin daga mun hins vegar leggja alla áherslu á að koma sem flestum dagskrárliðum […]
-
Aðalfundur Hinsegin daga 2020
Aðalfundur Hinsegin daga í Reykjavík – Reykjavik Pride verður haldinn mánudaginn 3. febrúar 2020. Fundurinn fer fram í húsnæði Samtakanna ’78 að Suðurgötu 3 og hefst kl. 17:30. Dagskrá og félagsaðild Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. Rétt til fundarsetu með kosningarétt hafa félagar sem greitt hafa félagsgjald. Félagsaðild kostar 500 kr. og […]
-
Hinsegin dagar eru borgarhátíð Reykjavíkur 2020-2022
Hinsegin dagar hafa verið valdir sem ein af borgarhátíðum Reykjavíkur til næstu þriggja ára. Ákvörðun þess efnis var tekin á fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar á mánudag en fyrir fundinum lá tillaga faghóps sem metið hafði þær umsóknir sem bárust. Þetta er í annað sinn sem Hinsegin dagar fá sérstakan þriggja ára borgarhátíðarsamning við […]
-
Velkomin á Hinsegin daga 2019
Kveðja frá formanni Hinsegin daga
Líklega grunaði fæsta gestina sem sóttu Stonewall Inn-barinn í Christopher-stræti í New York að kvöldi föstudagsins 27. júní 1969 hve viðburðarík og þýðingarmikil nótt var í vændum. Vissulega hafði Judy Garland verið jarðsungin fyrr um daginn og tilefnið til að drekkja sorgum sínum því ærið en þýðing næturinnar átti heldur betur eftir að verða önnur […]