Hinsegin dagar kynna: kvöldstund þar sem hláturtaugarnar munu minna verulega á sig!

Hin stórkostlega og sprenghlægilega Fortune Feimster kemur til Íslands í tilefni Hinsegin daga með sýninguna sína Taking Care of Biscuits. Fortune þarf vart að kynna – grínisti, leikkona, uppistandari og sannkölluð hinsegin fyrirmynd!
Fortune hefur verið á ferðalagi með sýninguna sína og nú höfum við þann heiður að fá hana hingað til lands – og við lofum því að þetta verður kvöld sem enginn vill missa af.
Með henni á svið stíga íslensku uppistandssnillingarnir Sóley Kristjáns og Sindri Sparkle, sem hita upp salinn af miklum krafti og tryggja að kvöldið hefjist með stæl.
📅 8. ágúst kl. 20:30 í Háskólabíó
🔞 18 ára aldurstakmark
🎟️ Smelltu hér til að tryggja þér miða