Hinsegin fólk og atvinnulífið

Nú er unnið að undirbúningi samstarfsverkefnis Hinsegin daga og Nasdaq Iceland um málefni hinsegin fólks á atvinnumarkaði. Þau mál hafa lítið sem ekkert verið rædd eða skoðuð hér á landi ólíkt því sem verið hefur erlendis á undanförnum árum, m.a. á Norðurlöndunum, þar sem fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar.

Til undirbúnings þessa verkefnis stendur nú yfir könnun um hinseginleika í íslensku atvinnulífi. Við bindum vonir við góða svörun og tökum við öllum svörum, hvort sem er frá hinsegin einstaklingum eður ei.

Könnunina má finna hér.

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi könnunina má senda póst á pride@hinsegindagar.is.