Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í Gleðigöngupottinn 2025, og verður hægt að sækja um til og með 20. júní.
Gleðigöngupotturinn er samstarfsverkefni Hinsegin daga og Landsbankans, sem hefur verið stoltur styrktaraðili hátíðarinnar í mörg ár. Með pottinum er úthlutað styrkjum til einstaklinga og hópa sem vilja setja upp fjölbreytt, áhugaverð og táknræn atriði í Gleðigöngu Hinsegin daga.
Við hvetjum öll sem vilja taka þátt í göngunni með skemmtilegu eða ögrandi atriði að sækja um styrk.
Sækja má um hér
Verklagsreglur um Gleðigöngupottinn eru aðgengilegar hér