Opnað hefur verið fyrir umsóknir í viðburðapott Hinsegin daga 2025

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í viðburðapott Hinsegin daga 2025, sem ætlaður er til að styðja við sjálfstætt skipulagða viðburði utan aðaldagskrár hátíðarinnar – svokallaða off venue viðburði.

⚠️ Athugið: Aðeins þeir sem hafa þegar skráð off venue viðburð á Hinsegin dögum geta sótt um styrk.
Ef þú hefur ekki enn skráð viðburð, þá geturðu gert það hér:
👉 Skráðu off venue viðburð hér

Við hvetjum einstaklinga, hópa, listafólk og félagasamtök til að sækja um styrk til að efla fjölbreytni, frumkvæði og grasrótarstarf í tengslum við hátíðina.

📅 Umsóknarfrestur er til og með 8. júlí 2025.

Allar nánari upplýsingar og umsóknarform má finna hér:
👉 Sækja um í viðburðapott Hinsegin daga