Bandaríkin og Ísland: Réttindi hinsegin fólks sem sameiginleg gildi

unnamedI am delighted to extend my greetings to all the participants in Reykjavik Pride. The U.S. Embassy is a proud supporter of this festival and of the LGBTI community.

Það gleður mig mjög að senda aftur kveðju til allra þátttakenda Hinsegin daga í Reykjavík. Sendiráð Bandaríkjanna er stoltur stuðningsaðili Hinsegin daga og samfélags hinsegin fólks.

Í ár er áttunda árið í röð sem sendiráð Bandaríkjanna tekur þátt í gleðigöngunni, ásamt fjölskyldum okkar og vinum. Þátttaka okkar sýnir að Bandaríkjamenn og Íslendingar deila mörgum gildum, þar á meðal þeirri trú að allar manneskjur eigi tilkall til að lifa með reisn.

Ég minnist þeirrar gleði sem var ríkjandi í miðborg Reykjavíkur á sólríkum ágústdegi í fyrra þegar við gengum í gleðigöngunni. Mér þótti vænt um stuðningsorðin sem Íslendingar sendu fulltrúum sendiráðsins í göngunni. Við hlökkum til að taka aftur þátt í hátíðarhöldunum.

Við munum taka þátt í gleðigöngunni vegna þess að réttindi hinsegin fólks eru hluti af mannréttindastefnu utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. Bandaríkin og Ísland eru meðal þeirra 40 þjóða sem eru þátttakendur í samstarfi ríkja um grundvallarréttindi hinsegin fólks (Equal Rights Coalition), sem er fyrsta milliríkjastofnunin sem tileinkuð er verndun réttinda hinsegin fólks um heim allan.

Á alþjóðlegum degi gegn hinseginfóbíu (IDAHOT), sagði utanríkisráðherra Bandaríkjanna Mike Pompeo:

“Bandaríkin standa með fólki umhverfis heiminn til staðfestingar á reisn og jafnrétti
alls fólks án tillits til kynhneigðar, kynsjálfsmyndar eða tjáningar, eða kynjaeiginleika.
Mannréttindi eru algild og hinsegin fólk á rétt á sömu virðingu, frelsi og vernd og allir aðrir.”

Í orðsendingu sinni, áréttaði utanríkisráðherra Mike Pompeo að Bandaríkin muni nota milliríkjasamskipti
til að sporna gegn glæpavæðingu og ofbeldi sem beinist gegn hinsegin fólki. Bandaríkin munu vekja
athygli á mannréttindamálum, veita neyðaraðstoð, og beita viðurlögum gegn ofsækjendum, sagði hann.
Þegar allt er tekið með, bendir Pompeo utanríkisráðherra á að,

“Þjóð okkar var byggð á þeirri grundvallarreglu að við erum öll sköpuð jöfn – og hver einstaklingur á rétt á lífi, frelsi og sókn eftir hamingju.”

Sendiráð Bandaríkjanna skilur að réttindabarátta hinsegin fólks hér á Íslandi þarf að sameina alla þá vini og bandamenn sem geta lagt hönd á plóg. Sem hluta af stuðningi okkar, munum við enn á ný styðja Regnbogahátíð fjölskyldunnar til þess að veita öruggt og hlýlegt umhverfi fyrir hinsegin fjölskyldur. Við veitum einnig fjármagni til að setja upp ramp og gera Hinsegin daga þannig aðgengilega fyrir hreyfihamlaða þátttakendur. Ákallið til aðgerða fyrir auknum réttindum hinsegin fólks verður enn sterkara þegar raddir okkar eru sameinaðar.

us_embassy_reykjavik_logo2Að lokum vil ég óska Samtökunum ’78 til hamingju með 40 ára afmælið sem regnhlífarsamtök hinsegin réttinda á Íslandi, en innan þeirra er hátíð Hinsegin daga. Þrátt fyrir hindranir og baráttu, er þessi áfangi vitnisburður um þolgæði og skuldbindingu við málstaðinn. Við höfum verið stolt af samstarfi okkar við Samtökin ’78 gegnum árin og hlökkum til áframhaldandi samstarfs.