Forsíðukeppni Hinsegin daga

Við leitum eftir tillögum að forsíðu tímarits Hinsegin daga í ár, ert þú kannski með geggjaða hugmynd?

Til þess að taka þátt sendir þú okkur stutta kynningu á þinni hugmynd ásamt mynd, skyssu, ljósmynd eða einhvers konar myndrænni lýsingu hér í gegn um formið fyrir neðan. Stærð tímaritsins er 211mm x 291mm.

Þema hátíðarinnar í ár er „Hinsegin á öllum aldri“.

Dómnefnd skipa:

  • David Terrazas, yfirhönnuður hátíðar og tímarits
  • Ásgeir Helgi Magnússon, formaður Hinsegin daga
  • Sigtýr Ægir Kárason, hinsegin myndskreytir og hönnuður

Öllum verkum verður skilað til dómnefndar undir nafnleynd og því er mikilvægt að nafn hönnuðar komi ekki fram á verkinu sjálfu. Sú hugmynd sem verður fyrir valinu hlýtur verðlaun upp á 100.000 kr. ásamt boðsmiða á valda viðburði Hinsegin daga í ágúst.

Dómnefnd áskilur sér rétt til að hafna öllum hugmyndum.

Umsóknarfrestur er liðinn.
Valin forsíðumynd verður tilkynnt á næstu dögum.