Nú er opið fyrir skráningu í Gleðigönguna sem fram fer laugardaginn 9. ágúst 2025! Öll sem vilja taka þátt í göngunni — hvort sem er sem hópar, með atriði eða sem einstaklingar — þurfa að skrá sig fyrir 1. ágúst. Þátttaka er öllum opin sem uppfylla reglur um þátttöku.
Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga þar sem hinsegin fólk, fjölskyldur þess og vinir sameinast til að fagna fjölbreytileikanum og minna á mikilvægi réttinda og jafnréttis. Gangan er í senn kröfuganga og hátíð — vettvangur þar sem við minnumst þess sem áunnist hefur og krefjumst framfara.
Gangan hefst við Hallgrímskirkju kl. 14:00 og fer í gegnum miðborg Reykjavíkur áður en henni lýkur við Hljómskálagarð, þar sem útitónleikar taka við.
Skráning fyrir hópa og skipulögð atriði
Ertu að mæta sem einstaklingur?
Við bjóðum upp á einstaklingsskráningu og aðstoðum þau sem ekki tengjast skipulögðum hópum við að mynda sinn eigin litríka gönguhóp.