Dómnefnd Göngupottsins hefur nú farið yfir umsóknir um styrki úr Göngupotti Hinsegin daga og Landsbankans og úthlutað 10 atriðum styrkjum á bilinu 50–275 þúsund krónum. Samtals var sótt um 2.765.000 kr. í styrk, en sjóðurinn hefur 1.500.000 kr. til úthlutunar á ári hverju.
Hæsta styrkinn hlaut að þessu sinni Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ‘78 og Tjarnarinnar, fyrir metnaðarfulla og vel útfærða hugmynd sem dómnefnd taldi bæði skapandi og samfélagslega mikilvæga. Einn nefndarmaður orðaði það svo að „þetta sé framtíðin okkar sem um ræðir“ og benti jafnframt á að „aldrei hafi verið jafn nauðsynlegt fyrir hinsegin ungmenni að fá að vera sýnileg og stolt, þegar heimurinn og samfélagið eru að reyna ýta okkur öllum aftur í skápinn.“
Í umsögn dómnefndar var einnig vísað til nýrra rannsókna og kannana sem sýna að hinsegin ungmenni eru nú hræddari við að koma út en fyrir fimm árum, sem undirstrikar mikilvægi sýnileika og valdeflingar í opinberu rými – eins og í Gleðigöngunni sjálfri.
Dómnefnd Göngupottsins 2025:
- Michael Ryan – gjaldkeri Hinsegin daga
- Anna Eir Guðfinnudóttir – f.h. Göngustjórnar
- Arna Magnea Danks
- Torfi Tómasson
Eftirfarandi atriði hlutu styrk úr Göngupottinum 2025
- Asian group
- BANGSAFÉLAGIÐ: EINING í FJÖLBREYTILEIKA
- BDSM á Íslandi
- Hinsegin félagsmiðstöð S78 og Tjarnarinnar
- Hinsegin Fjölskyldur
- Hinsegin kórinn
- HIV Ísland
- Öldungadeildin
- Samtökin ’78
- Trans Ísland