Kaupfélag Hinsegin daga

Hjá okkur færðu allt sem þú þarft fyrir Hinsegin daga!

Kaupfélag Hinsegin daga er ekki bara litríkasta verslun landsins heldur einnig upplýsinga- og þjónustumiðstöð hátíðarinnar. Í kaupfélaginu má m.a. finna regnbogafána, skreytingar, fatnað og fleira en ágóðinn rennur beint til Hinsegin daga og þannig til mannréttindabaráttu og sýnileika hinsegin fólks.

Kaupfélag Hinsegin daga verður næst opið í ágúst 2022 en þangað til bendum við á Hinsegin kaupfélagið, netverslun Hinsegin daga og Samtakanna ’78.

Heimsækja Hinsegin kaupfélagið!