Kaupfélag Hinsegin daga

Í Kaupfélagi Hinsegin daga finnur þú fjölbreytt úrval af regnbogavarningi, t.d. fána í ýmsum stærðum, fánaveifur, fánaandlitsmálningu, grímur, fatnað og margt fleira. Kaupfélag Hinsegin daga er staðsett í PRIDE CENTER á Geirsgötu 9 og er opið kl. 11-18 dagana 29. júlí – 6. ágúst.

Með því að kaupa regnbogavarning hjá Hinsegin dögum styður þú við áframhaldandi sýnileika og réttindabaráttu Hinsegin fólks. Takk fyrir stuðninginn!

Við bendum einnig á netverslunina Hinsegin kaupfélagið sem Hinsegin dagar og Samtökin ’78 halda úti. Sjá nánar á hinseginkaupfelagid.is.

Mynd - Juliette Rowland