Gleðigangan

Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga. Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín. Gangan er í senn kröfuganga hinsegin fólks, sem kallar eftir jafnrétti, vitundarvakningu og útrýmingu mismununar, sem og vettvangur til að fagna því sem hefur unnist í baráttunni.

Staður

Gengið er frá Hallgrímskirkju eftir Skólavörðustíg, Bankastræti, Lækjargötu og Fríkirkjuvegi. Gangan endar við gatnamót Fríkirkjuvegar og Skothúsvegar, en atriði halda áfram inn Sóleyjargötu og þaðan inn í Hljómskálagarðinn þar sem útitónleikar taka við.

Stund

Gleðigangan 2024 verður gengin laugardaginn 10. ágúst. Gangan fer af stað frá Hallgrímskirkju stundvíslega kl. 14:00.

Skráning

Skráningu er lokið í ár. Við hvetjum þau sem vilja ganga sem einstaklingar til að ganga með Samtökunum ’78. Mæting við Hallgrímskirkju, stæði 19 kl. 13:30.

Aðgengismál

Hægt verður að fylgjast með göngunni meðfram gönguleiðinni auk þess sem boðið verður upp á beint streymi í Hljómskálagarðinum meðan á göngunni stendur. Í Hljómskálagarði verður sérstakur aðgengispallur fyrir þau sem á þurfa að halda.

Nánari upplýsingar um aðgengi

Reglur og stefnur

Hér má finna reglur og stefnur er varða Gleðigönguna.

Styrkir

Á hverju ári fá einstaklingar og hópar styrk til þátttöku í Gleðigöngunni. Styrkirnir eru veittir úr svokölluðum Gleðigöngupotti, sem er samstarfsverkefni Hinsegin daga og Landsbankans en Landsbankinn hefur verið stoltur samstarfsaðili Hinsegin daga um árabil.

Nánari upplýsingar