Gleðigangan

Laugardaginn 12. ágúst 2017 kl. 14:00

Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga. Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar í einum hópi ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína, sýnileika og gleði, ásamt því að minna á þau baráttumál sem skipta hvað mestu máli hverju sinni.

Hinsegin dagar skipuleggja gleðigönguna og stýra hvaða atriði fá aðgang að henni en atriðin sjálf eru sprottin úr grasrótinni. Einstaklingar og hópar geta skipulagt atriði og sótt um þátttöku í göngunni en Hinsegin dagar setja sem skilyrði að öll atriði miðli skýrum skilaboðum sem varða veruleika hinsegin fólks á einn eða annan hátt.

Það er algjörlega óheimilt að auglýsa fyrirtæki eða þjónustu í göngunni án leyfis frá stjórn Hinsegin daga.

Athugið! Vegna framkvæmda á Kalkofnsvegi og við Austurhöfn mun Gleðiganga Hinsegin daga 2017 fara aðra leið en undanfarin ár, þ.e. ekki verður gengið frá BSÍ að Arnarhóli. Sömuleiðis mun útihátíð Hinsegin daga sem farið hefur fram við Arnarhól færast á annan stað í miðborginni. Upplýsingar um nýja gönguleið, staðsetningu útihátíðar og götulokanir verða birtar hér þann 21. júlí 2017. Fylgist með!

Skráning atriða fer fram hér.